tölvalningur - digital native

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Í september 2014 fengum við fyrirspurn frá Sigurði Hauki í Snælandsskóla um íslenskt heiti fyrir "digital native". Sigurður hafði heyrt orðið í viðtali í Ríkissjónvarpinu við Dr. Maryanne Wolf sem fjallaði um læsi. "Digital native" er einstaklingur sem fæddist eftir að stafræn tækni varð almenn (eftir 1980) og hefur umgengist slíka tækni frá ungum aldri og er færari í notkun hennar en þeir sem eldri eru (http://en.wikipedia.org/wiki/Digital_native). Sigurður hafði látið sér detta í hug að kalla þessa einstaklinga "tæknifædda". Eftir nokkrar umræður kom upp hugmyndin um "tölvalning", þ.e. einstakling sem er alinn upp við tölvutæknina (sbr. heimalningur, sá sem er alinn heima).