skyndivistun - caching

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Í Tölvuorðasafninu er "cache memory" eða "cache", kallað "skyndiminni", samheiti "flýtiminni". Skyndiminni er 'sérhæft biðminni, minna og hraðvirkara en aðalminni, notað fyrir eintak skipana og gagna sem eru í aðalminni og gjörvinn þarf sennilega að nota á næstunni.' Flutningur úr aðalminni í skyndiminni er sjálfvirkur. Gögn sem hafa verið vistuð í skyndiminni eru "skyndivistuð", "cashed". Ég heyrði "caching" á UT-messunni um daginn, sem mætti þá heita "skyndivistun".