smygildi - cookie

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Í Tölvuorðasafninu var orðið "smygildi" notað um "cookie", þ.e. 'gagnahlut sem vefþjónn vistar í geymslu notanda og hefur síðan aðgang að til að auðvelda samskipti og oftast er smygildi vistað án vitundar notandans.' Orðið "smygildi" var valið vegna þess að fyrirbærið smeygir sér inn í tölvu notandans án hans vintundar. Sést hefur þýðingin "fótspor" sem virðist ekki eiga við.