fjölvinna - multitask

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Í Tölvuorðasafninu er "multitasking" kallað "fjölverkavinnsla". Fjölverkavinnsla er 'Vinnsluaðferð þar sem tvær eða fleiri verkeiningar eru unnar samskeiða eða fléttast. Verk, unnin með þessum hætti, mætti kalla fjölunnin verk.' E.t.v. mætti stytta íslenska heitið í "fjölvinnslu". Í daglegu tali er stundum farið að nota þetta í yfirfærðri merkingu um fólk og menn "multitaska". Við leggjum til að sögnin verði að "fjölvinna".