rekja breytingar - track changes

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Í ritvinnsluforritum er til aðgerð til þess að endurskoða texta og ýmislegt er þar undir sem má velja t.d. "track changes". Þegar stillt er á þá aðgerð sjást breytingar sem viðkomandi gerir á því skjali sem hann er að vinna við. Þetta getur verið gott þegar lesinn er texti fyrir aðra. Í þýðingunni á Microsoft Office er þetta kallað að "rekja breytingar" og virðist liggja beint við.