hópvirkjun - crowdsourcing

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Heitið "crowdsourcing" varð til árið 2005 þegar ritstjórar "Wired Magazie", Jeff Howe og Mark Robinson komust að þeirri niðurstöðu að það að nota lýðnetið til þess útvista verkefnum til einstaklinga væri "outsourcing to a crowd" og drógu það saman í orðið "crowdsourcing" (http://en.wikipedia.org/wiki/Crowdsourcing). Einföld skýring á hópvirkjun gæti verð 'það að fyrirtæki eða stofnun útvistar verkefni sem áður var unnið af starfsmönnum til stórs ótiltekins hóps manna með með opinni tilkynningu á lýðnetinu.' Hópvirkjun má t.d. beita til þess að skipta leiðinlegri handavinnu (eins og prófarkalestri á ljóslesnum textum) á milli einstaklinga, stundum sjálfboðaliða.