kenniskrá - profile

Sigrún Helgadóttir 25. Feb 2015
Ein af þeim slettum sem heyrast oft er enska orðið "profile". Í Tölvuorðasafninu er til "user profile" sem þar heitir "kenniskrá notanda" og er 'Lýsing á notanda, einkum notuð við aðgangsstýringu.' Í kenniskránni geta t.d. verið notandakenni, nafn notanda, aðgangsorð, aðgangsréttur og aðrir eiginleikar. Ég hef grun um að í þýðingunni á Facebook sé "profile" einfaldlega kallað "Um". Lagt er til að "profile" heiti á íslensku einfaldlega "kenniskrá", "kenniskrá notanda" ef menn vilja vera nákvæmir.